Örflaga getur numið gerð og alvarleika krabbameins

intel-zp140-on-fingertip.jpg

Rannsakendur við háskólann í Toronto hafa notað nanóefni til að þróa örflögu sem er nógu næm til að finna fljótt út gerð og alvarleika krabbameins þannig að hægt sé að finna sjúkdóminn fyrr og meðferðin þá verið skilvirkari.

Byltingarkennt starf þeirra sem fjallað er um í 27. Sept útgáfu Nature Nanotechnology er aðeins byrjunin á tímabili þar sem háþróaðar sameindagreiningar verða algengar.

"Þessi merkilega nýsköpun bendir til að sólarupprás aldar nanólækninga sé hafin," sagði prófessor David Naylor, forseti háskólans í Toronto og prófessor í læknisfræði. "Þökk sé breidd sérfræðinga hérna við háskólann í Toronto þá getur þverfagleg samvinna skapað þann möguleika að áfangar sem þessi náist."

Nýtt tæki rannsakendanna getur auðveldlega numið þá lífvísa sem gefa til kynna krabbamein á frumustigi, jafnvel þótt þessar lífsameindir - gen sem benda til illkynja gerða sjúkdómsins og skilja á milli mismunandi gerða krabbameins - eru venjulega í litlu magni í lífsýnum. Greiningunni er hægt að ljúka...

[Meira á www.visindin.is] 


TED - Garik Israelian: Hvað er inní stjörnu?

Garik Israelin er litrófsfræðingur og fræðir okkur um þá fræðigrein ásamt því að fjalla um hvernig litrófsfræði gæti verið okkar besta leið til að finna líf á öðrum hnöttum.

Sjá myndband hér.


Úði af nanó-rörum hjálpar plöntum að vaxa

657px-types_of_carbon_nanotubes-797022.jpg

Þótt þau séu lítil þá hafa fundist ótrulega víðir möguleikar með notkun kolefnis nanóröra, frá teygjanlegum hátölurum til gervi ljóstillífunar. Núna er hægt að setja notkun þeirra sem áburð á listann.

Plöntulíffræðingurinn Mariya Khodakovskaya og nanótæknifræðingurinn Alexandru Biris, bæði við háskólann í Arkansas við Little Rock, settu tómatafræ í jarðveg sem innihélt kolefnis nanórör. Þau uppgötvuðu að spírun fræjanna hófst fyrr og ungplönturnar uxu hraðar en í jarðveg án kolefnis nanóröra.

Nanóbyggingar hafa verið þekktar fyrir að bæta spírun áður en engin útskýring hefur verið í boði á fyrirbærinu fyrr en nú. Parið tók eftir að nanórörin virtust smjúga í gegnum þykkan frævegginn, sem myndi hleypa vatni...

[Meira á www.visindin.is]


Nanó-tækni fær hjálp frá ljósgeislum

250px-optical_cell_rotator.png

Bygging ofurhraðra tölva framtíðarinnar er orðin aðeins auðveldari þökk sé áströlskum rannsakendum sem hefur tekist að ná taki á örsmáum þáttum rafeindatækninnar og skoða innri byggingu þeirra með því að nota ljósgeisla.

Uppgötvunin færir rannsakendur skrefi nær því að nýta hálfleiðandi nanó-víra sem verða lykilþáttur samlaga tækja og rása.

Í skýrslu sem var birt í Applied Physics Letters, greindi hópur leiddur af Dr. Peter Reece við eðlisfræðideild háskólans í New South Wales, ásamt samstarfsfélögum frá ríkisháskóla Ástralíu, frá því í fyrsta skiptið að ekki sé aðeins hægt að ná taki á þetta litlum hlutum með leysistöngum heldur...

[Meira á www.visindin.is] 


Þráðlaust rafmagn frá Sony

sonynet

Sony tilkynnti á föstudaginn þróun mjög skilvirks, þráðlaus rafmagnsflutningskerfis sem eyðir þörfinni á rafmagnssnúrum í raftækjum eins og til dæmis sjónvörpum. Með þessu kerfi er hægt að flytja allt að 60 Wött yfir 50 cm vegalengd. (með u.þ.b. 80% nýtni, um 60% nýtni með afriðli). Hægt er að auka vegalengdina uppí 80 cm með að hafa framlengingartæki miðja vegu á milli, á það ekki að minnka nýtnina neitt.

Þetta nýja þráðlausa rafmagnsflutningskerfi nýtir gerð af þráðlausri rafmiðlunartækni sem er byggð á segulhermun. Með segulhermun er......

[Meira á www.visindin.is]


Bloggfærslur 4. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband