Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Úði af nanó-rörum hjálpar plöntum að vaxa

657px-types_of_carbon_nanotubes-797022.jpg

Þótt þau séu lítil þá hafa fundist ótrulega víðir möguleikar með notkun kolefnis nanóröra, frá teygjanlegum hátölurum til gervi ljóstillífunar. Núna er hægt að setja notkun þeirra sem áburð á listann.

Plöntulíffræðingurinn Mariya Khodakovskaya og nanótæknifræðingurinn Alexandru Biris, bæði við háskólann í Arkansas við Little Rock, settu tómatafræ í jarðveg sem innihélt kolefnis nanórör. Þau uppgötvuðu að spírun fræjanna hófst fyrr og ungplönturnar uxu hraðar en í jarðveg án kolefnis nanóröra.

Nanóbyggingar hafa verið þekktar fyrir að bæta spírun áður en engin útskýring hefur verið í boði á fyrirbærinu fyrr en nú. Parið tók eftir að nanórörin virtust smjúga í gegnum þykkan frævegginn, sem myndi hleypa vatni...

[Meira á www.visindin.is]


Nanó-tækni fær hjálp frá ljósgeislum

250px-optical_cell_rotator.png

Bygging ofurhraðra tölva framtíðarinnar er orðin aðeins auðveldari þökk sé áströlskum rannsakendum sem hefur tekist að ná taki á örsmáum þáttum rafeindatækninnar og skoða innri byggingu þeirra með því að nota ljósgeisla.

Uppgötvunin færir rannsakendur skrefi nær því að nýta hálfleiðandi nanó-víra sem verða lykilþáttur samlaga tækja og rása.

Í skýrslu sem var birt í Applied Physics Letters, greindi hópur leiddur af Dr. Peter Reece við eðlisfræðideild háskólans í New South Wales, ásamt samstarfsfélögum frá ríkisháskóla Ástralíu, frá því í fyrsta skiptið að ekki sé aðeins hægt að ná taki á þetta litlum hlutum með leysistöngum heldur...

[Meira á www.visindin.is] 


Þráðlaust rafmagn frá Sony

sonynet

Sony tilkynnti á föstudaginn þróun mjög skilvirks, þráðlaus rafmagnsflutningskerfis sem eyðir þörfinni á rafmagnssnúrum í raftækjum eins og til dæmis sjónvörpum. Með þessu kerfi er hægt að flytja allt að 60 Wött yfir 50 cm vegalengd. (með u.þ.b. 80% nýtni, um 60% nýtni með afriðli). Hægt er að auka vegalengdina uppí 80 cm með að hafa framlengingartæki miðja vegu á milli, á það ekki að minnka nýtnina neitt.

Þetta nýja þráðlausa rafmagnsflutningskerfi nýtir gerð af þráðlausri rafmiðlunartækni sem er byggð á segulhermun. Með segulhermun er......

[Meira á www.visindin.is]


Offita gæti valdið minni heila og andlegri hrörnun

Heilasvæði sem gegna lykilhlutverkum í starfsemi skilvita og vitsmuna okkar eru minni í eldra fólki sem er of feitt heldur en í jafnöldrum þeirra sem eru í eðlilegri þyngd. Og þar sem minnkun heilans er tengd andlegri hrörnun vekur þessi niðurstaða þann grun að offita gæti aukið líkurnar á vitglöpum.

Fyrri rannsóknir bentu til þess að offita hjá miðaldra fólki auki líkurnar á vitglöpum áratugum seinna og einnig minni heila samanborið við fólk í eðlilegri þyngd. Núna hafa heilaskannanir á eldra fólki leitt í ljós hvaða svæði heilans verða verst fyrir þessu og hversu mikill munur er á fólki í eðlilegri þyngd og of feitu fólki. [Nánar á Vísindin.is]


mbl.is Offita eykur hættuna á minnistapi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkvæmt vísindamönnum lifa mjólkurneytendur lengur

Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í háskólunum í Reading, Cardiff og Bristol er sú að mjólkurneysla getur dregið úr líkunum á að deyja vegna sjúkdóma eins og kransæðastíflu og hjartaslagi um 15-20%.


Á undanförnum árum hefur mjólk oft verið sett fram af fjölmiðlum sem óholl fæða. Rannsóknin var leidd af Prófessor Peter Elwood (Cardiff háskóla) ásamt Prófessor Ian Givens frá fæðukeðju og heilsudeildinni við háskólann í Reading, voru þeir að reyna að finna út hvort heilsubótin af mjólkurneyslu sé meiri en hætturnar sem leynast við neyslu hennar.


Mikilvægt við þessa rannsókn er að..... [Framhald á www.visindin.is]

[Ber að nefna það að þetta eru 2 ótengdar rannsóknir (mbl.is og visindin.is) um sama efni með sömu niðurstöðu]


mbl.is Mjólkurneysla sögð lengja lífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar vísbendingar í leitinni að eilífri æsku

Öldrun gæti vel verið óstöðvandi, en 2 nýjar rannsóknir á músum og öpum benda til þess að við getum að minnsta kosti frestað öldruninni og þær gefa okkur sýn á hvernig lyf gegn öldrun gætu verkað.

"Þú vilt eitthvað sem er að fara gefa þér 10 auka ár af tiltölulega góðri heilsu í stað 10 ára af breyskleika." sagði Matt Kaeberlein, lífefnafræðingur við Washington Háskóla í Seattle, sem rannsakar öldrun, en hann tók þátt í hvorugri rannsókninni....

Framhald á visindin.is


mbl.is Hófleg neysla lengir lífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira um þetta á vísindin.is

 Tekið af Vísindin.is

 

 "Norsk rannsókn sem var unnin úr gögnum frá börnum fæddum 1988 og 1998 sýndi að við venjulegan keisaraskurð jókst hættan á astma um 40% á meðan að við neyðarkeisaraskurð jókst hættan um 60%."

"Írsk rannsókn frá árinu 2008 skoðaði 20 útgefnar rannsóknir frá 16 löndum sem innihéldu 10.000 börn með 1. gerðina af sýkursýki og yfir milljón börn í samanburðarhópi. Niðurstöður þeirrar rannsóknar voru að hættan á sykursýki jókst um 20% hjá börnum sem voru tekin með keisaraskurði þegar búið var að útiloka aðrar ástæður ."


Meira á Vísindin.is!
mbl.is Keisaraskurður hefur áhrif á erfðaefni barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Toyota að hefja sölu á tengi-tvinnbílum

Toyota sagði á miðvikudag að þeir myndu hefja sölu á tengi-tvinnbílum, sem eru jafnvel umhverfisvænni en Prius, fyrir enda þessa árs í Bandaríkjunum, Japan og Evrópu.

Toyota sem er stærsti bílaframleiðandi í heimi, mun byrja á að selja 200 tengi-tvinnbíla í Japan, 150 í Bandaríkjunum og 150 í Evrópu, aðallega til leigu, eins og í gegnum ríkisstyrktar aðgerðir.........

Framhald á visindin.is


mbl.is Biðlisti eftir Prius
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband