Offita gæti valdið minni heila og andlegri hrörnun

Heilasvæði sem gegna lykilhlutverkum í starfsemi skilvita og vitsmuna okkar eru minni í eldra fólki sem er of feitt heldur en í jafnöldrum þeirra sem eru í eðlilegri þyngd. Og þar sem minnkun heilans er tengd andlegri hrörnun vekur þessi niðurstaða þann grun að offita gæti aukið líkurnar á vitglöpum.

Fyrri rannsóknir bentu til þess að offita hjá miðaldra fólki auki líkurnar á vitglöpum áratugum seinna og einnig minni heila samanborið við fólk í eðlilegri þyngd. Núna hafa heilaskannanir á eldra fólki leitt í ljós hvaða svæði heilans verða verst fyrir þessu og hversu mikill munur er á fólki í eðlilegri þyngd og of feitu fólki. [Nánar á Vísindin.is]


mbl.is Offita eykur hættuna á minnistapi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband