TEDx Reykjavík

tedx_rvk.jpg

TED hefur nú fært út kvíarnar og býður upp á ráðstefnur undir nafninu TEDx.

TEDx er viðburður sem er skipulagður til þess að sameina fólk sem vill deila TED upplifuninni – að deila hugmyndum sem eiga skilið að heyrast. Íslenskri útgáfu af TEDx hefur verið komið á fót og kallast sú ráðstefna TEDx Reykjavík þar sem x-ið stendur fyrir óháðan TED viðburð. Á TEDx Reykjavík verða TED erindi kveikjan að djúpum samræðum og tengslamyndun í þeim góða hópi sem mætir.

TED ráðstefnan er fyrirmyndin að því hvernig TEDx eigi að fara fram en TEDx Reykjavík er að öðru leyti skipulögð af Hugmyndaráðuneytinu.

Nú kl.10 byrjaði TEDx Reykjavík ráðstefnan á Hótel Loftleiðum og mun standa til kl. 16 í dag.

[Nánar á www.Vísindin.is] 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband