14.10.2009 | 18:51
Örsmá og öflug batterí knúin af kjarnorku
Rannsóknarmenn hjá háskólanum í Missouri í Bandaríkjunum vinna nú hörðum höndum að því að þróa kjarnorkuaflgjafa sem er lítill, léttur og mjög skilvirkur.
"Til þess að veita næga orku, þurfum við að nýta ákveðnar aðferðir sem hafa mikinn orkuþéttleika," sagði Jae Kwon, aðstoðarprófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði hjá háskólanum í Missouri. "Rafhlaða sem nýtir geislavirkar samsætur getur verið með orkuþéttleika sem er milljón sinnum meiri en hefðbundin rafhlaða."
Meira á Vísindin.is
14.10.2009 | 09:00
"The Mannahatta Project" - NY fyrir 400 árum TED

og sýnir okkur hvernig þeir notuðu rannsóknir og vísindi til þess að búa til myndir af því hvernig New York var þá.

Þarna fáum við að sjá samanburð hvernig borgin er í dag og hvernig hún leit líklega út í augum Henry Hudson fyrir 400 árum síðan. Hudson var fyrsti evrópubúinn til þess að sigla upp Hudson ánna við New York árið 1609.
Í lokin fer Sanderson yfir það hvernig líklegt sé að borgin muni líta út árið 2409, hér tekur hann inn í myndina þróun okkar í málefnum á borð við hreina orku, gróður á húsþökum og sjálfbærara umhverfis almennt.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóð | Facebook