30.10.2009 | 09:46
Svínaflensa: 8 mýtur sem betra er að vita af.
Önnur bylgjan af svínaflensu herjar nú á norðurhvel jarðarinnar. Greindum fjölgar hratt og í mörgum löndum eru bólusetningar varla byrjaðar.
Hvaða læti eru þetta samt? Vírusinn hefur ekki enn þróast í skrímslið sem margir hræddust og í flestum tilvikum er hann mildur. Var þetta allt bara hræðsluáróður?
Kannski, en Butcher fjölskyldan í Southampton á Bretlandi er ekki sammála. Í ágúst veiktist 18 ára dóttir þeirra hún Madelynne, hún var eitthvað andstutt er hún kom heim úr fríi, tvem vikum seinna dó hún á spítalanum....
![]() |
Sviss takmarkar notkun bóluefnis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2009 | 10:39
Ares I-X eldflaugin komin á skotpall
Nýja Ares I-X eldflaugin, fyrsta útgáfan af Ares I flauginni sem ætlað er að knýja mannaða leiðangra út í geim með Orion farinu fyrir Constellation áætlun NASA, hefur nú komið úr verksmiðju NASA og verið komið fyrir á skotpalli 39B, þar sem hún er nú undirbúin fyrir það að vera skotið á loft.
Ares I-X mun kanna möguleika og notagildi Ares I eldflaugarinnar, sem mun verða stærsta og öflugasta eldflaug sem skotið hefur verið á loft síðan Saturn V eldflaugin fræga.
Samkvæmt núverandi áætlun mun Ares I-X eldflauginni vera skotið á loft 27. október. Hún mun....
[Mun nánar á Vísindin.is]
![]() |
NASA gerir tilraunir með nýja eldflaug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2009 | 14:08
Flestir fæddir á þessari öld munu ná 100 ára aldri

Flest börn fædd í ríkum löndum á þessari öld munu þrauka fram á 100 ára afmælið sitt, þetta kemur fram í nýrri rannsókn. Danskir sérfræðingar benda á að nú lifi fólk um það bil 3 áratugum lengur en það gerði hér áður fyrr. Til mikillar furðu virðist ekkert lát á þessari þróun.
Í grein sem birtist í læknisfræði tímaritinu Lancet fyrir skömmu segir að öldrun sé breytanlegt ferli.
James Vaupel frá Max Planck stofnuninni í Þýskalandi og samstarfsmenn í Danmörku skoðuðu rannsóknir sem voru gefnar út á heimsvísu árin 2004-2005 um málefni tengd öldrun. Þeir fundu það út að...
[Nánar á Vísindin.is]
![]() |
100 ára með líkama fimmtugs einstaklings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2009 | 03:50
Mynd Vikunnar: Geimferðir mannkynsins
Við hjá Vísindin.is höfum ákveðið að byrja á nýjung sem kallast "Mynd Vikunnar". Við munum birta myndina hverja helgi hér eftir og munu þetta að sjálfsögðu vera vísindatengdar myndir s.s. skýringarmyndir, myndir af fegurð náttúrunnar eða einfaldlega skondnar myndasögur sem tengjast vísindum á einhvern hátt. Er þetta aðeins meira léttmeti en margar greinarnar sem við birtum hérna.
[Sjá meira á Vísindin.is]
17.10.2009 | 03:49
Líklega nægt súrefni á tungli Júpíters
Ný rannsókn bendir til að það sé nóg af súrefni í höfum Evrópu, tungli Júpíters, til að styðja við súrefnistengd efnaskipti fyrir líf sem er líkt því sem finnst hér á jörðinni. Það gæti jafnvel verið nóg súrefni til að viðhalda flóknum lífverum með meiri súrefnisþörf en örverur.
Hafið á Evrópu, tungli Júpíters, inniheldur um það bil tvöfalt meira vökvamagn en öll höf jarðarinnar. Nýjar rannsóknir benda til að...
[Meira á Vísindin.is]
15.10.2009 | 11:05
Vélmenni sem sýna tilfinningar TED
David Hanson hannar vélmennaandlit sem líta út og hegða sér eins og við. Þau þekkja og svara svipbrigðum sem gerir þeim kleift að sýna sín eigin.
Fyrirtæki Davids sem stendur á bakvið andlitin heitir Hanson Robotics.
Hanson Robotics hefur fengið mikla athygli útá þessi andlit og hafa fréttamiðlar á borð við Wired, Engadget, Time og Reuters fjallað um nýjungar frá þeim.
Í myndbandinu hér á eftir, sem var tekið upp á TED ráðstefnunni í sumar, verða sýnd dæmi um hversu raunveruleg þessi vélmennahöfuð geta orðið.
Þetta gefur okkkur hugmynd um hverju við getum átt von á í vélmennum framtíðarinnar.
[Sjá meira á Vísindin.is]
15.10.2009 | 11:01
Vetni úr sólarljósi með gerviljóstillífun og nanórörum
Fjórir efnafræðingar við háskólann í Rochester eru byrjaðir að vinna við nýtt kerfi sem vinnur nýtanlegt vetni úr vatni með sólarljósinu einu saman.
Verkefnið hefur vakið áhuga orkuráðuneytis Bandaríkjanna, sem hefur styrkt hópinn um 1,7M $ til að reyna við hönnunina.
"Allir tala um að nota vetni sem ofurgrænt eldsneyti, en að búa til það eldsneyti án þess að notast við við einhverja aðra mengandi orku er ekki auðvelt," segir Kara Bren, prófessor við efnafræðideildina. "Fólk hefur notað sólarljós til að vinna vetni úr vatni fyrr, en galdurinn er að gera alla vinnsluna það hagnýta að hún verður nothæf."
Bren og restin af Rocherster hópunum munu rannsaka gerviljóstillífun, sem notar sólarljós til að vinna efnahvörf að miklu leyti eins og plöntur gera. Það sem gerir aðferð Rochester hópsins öðruvísi en....
[Meira á Vísindin.is]
14.10.2009 | 18:51
Örsmá og öflug batterí knúin af kjarnorku
Rannsóknarmenn hjá háskólanum í Missouri í Bandaríkjunum vinna nú hörðum höndum að því að þróa kjarnorkuaflgjafa sem er lítill, léttur og mjög skilvirkur.
"Til þess að veita næga orku, þurfum við að nýta ákveðnar aðferðir sem hafa mikinn orkuþéttleika," sagði Jae Kwon, aðstoðarprófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði hjá háskólanum í Missouri. "Rafhlaða sem nýtir geislavirkar samsætur getur verið með orkuþéttleika sem er milljón sinnum meiri en hefðbundin rafhlaða."
Meira á Vísindin.is
14.10.2009 | 09:00
"The Mannahatta Project" - NY fyrir 400 árum TED

og sýnir okkur hvernig þeir notuðu rannsóknir og vísindi til þess að búa til myndir af því hvernig New York var þá.

Þarna fáum við að sjá samanburð hvernig borgin er í dag og hvernig hún leit líklega út í augum Henry Hudson fyrir 400 árum síðan. Hudson var fyrsti evrópubúinn til þess að sigla upp Hudson ánna við New York árið 1609.
Í lokin fer Sanderson yfir það hvernig líklegt sé að borgin muni líta út árið 2409, hér tekur hann inn í myndina þróun okkar í málefnum á borð við hreina orku, gróður á húsþökum og sjálfbærara umhverfis almennt.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóð | Facebook
6.10.2009 | 10:46
TEDx Reykjavík

TED hefur nú fært út kvíarnar og býður upp á ráðstefnur undir nafninu TEDx.
TEDx er viðburður sem er skipulagður til þess að sameina fólk sem vill deila TED upplifuninni að deila hugmyndum sem eiga skilið að heyrast. Íslenskri útgáfu af TEDx hefur verið komið á fót og kallast sú ráðstefna TEDx Reykjavík þar sem x-ið stendur fyrir óháðan TED viðburð. Á TEDx Reykjavík verða TED erindi kveikjan að djúpum samræðum og tengslamyndun í þeim góða hópi sem mætir.
TED ráðstefnan er fyrirmyndin að því hvernig TEDx eigi að fara fram en TEDx Reykjavík er að öðru leyti skipulögð af Hugmyndaráðuneytinu.
Nú kl.10 byrjaði TEDx Reykjavík ráðstefnan á Hótel Loftleiðum og mun standa til kl. 16 í dag.
[Nánar á www.Vísindin.is]